Sýningin Sjávarútvegur 2022 verður haldin í Laugardalshöll 21.-23. september 2022.
Við verðum með bás á sýningunni og við hlökkum til að sjá ykkur í Laugardalnum!
Um sýninguna (texti frá icelandfishexpo.is):
“Undanfarin ár hefur íslenskur sjávarútvegur verið í stöðugri uppsveiflu. Það má með sanni tala um tæknibyltingu í útgerð og vinnslu fiskafurða sem hefur fleytt íslenskum sjávarútvegi í fremstu röð. Íslensk frystihús eru orðin hátæknivædd og fiskiskipaflotinn er útbúinn með nýjasta og fullkomnasta tæknibúnaði til fiskiveiða. Fjöldi sprotafyrirtækja hafa verið sett á laggirnar en umrædd fyrirtæki hafa náð langt í frumkvöðlastarfi hvað varðar nýjar aðferðir til að vinna afurðir úr fiski, svo sem í snyrtivörum, lyfjum og vítamínum auk ýmissa hönnunarvara úr fiskroði. Þökk sé þessari frumkvöðlavinnu og skapandi hugsun, þá má með sanni segja að framtíðin í íslenskum sjávarútvegi sé björt.“
Málmaendurvinnslan aðstoðar viðskiptavini sína við flokkun á brotamálmum enda getur það haft verulegan ávinning fyrir viðskiptavini.
Þú getur alltaf hringt í okkur ef spurningar um tiltekinn farm og/eða samsetningu hans vakna. Við aðstoðum með glöðu geði.