Hvarfakútar

Hvarfakútar finnast í bifreiðum og er ætlað að draga úr mengun. Í þeim eru eðalmálmar eins og palladíum, platínum og ródíum. Málma tekur við öllum tegundum af hvarfakútum og hefur sérhæft sig í móttöku og endurvinnslu á þeim. Magn eðalmálma er mjög misjafnt eftir hvarfakútum en á hverjum kút er númer sem flett er upp í sérstakri hvarfakútaskrá og fá viðskiptavinir greitt samkvæmt því.

Komdu með hvarfakútinn til Málma og hámarkaðu þannig verðmæti hans.