Málmaendurvinnslan

Opnunartími:

Kt. 690519-0540
Vsk nr. 134857

MálmaEndurvinnslan stendur fyrir þjónustu á sviði brotamálms

Málmaendurvinnslan ehf. var stofnuð árið 2019 af Högna Auðunssyni, Bas Krommenhoek, Lútzen Brink og Henry Oudshoorn. Högni hafði starfað við endurvinnslu brotamálms á Íslandi um þó nokkurt skeið og þekkti orðið brotajárnsmarkaðinn vel.

Hann sá mikla möguleika í því að koma með nýja nálgun í rekstri þar sem markaðurinn væri nokkuð einsleitur og fákeppni ríkti. Bas, Lútzen og Henry eru eigendur Krommenhoek Metals B.V., 100 ára fjölskyldufyrirtækis í Rotterdam með mikla reynslu og sérhæfingu á sviði brotamálms. Með öflugu baklandi í Hollandi og góðu samstarfi var Málmaendurvinnslan stofnuð og hóf starfsemi sína um mitt árið 2019 í Stangarhyli 7 í Reykjavík. Viðskiptavinir tóku fyrirtækinu mjög vel og kunnu að meta gagnsæi í verðlagningu og sveigjanlega þjónustu. Það fjölgaði því hratt í viðskiptavinahópnum og starfsemin að Stangarhyli var því gott sem sprungin utan af sér og flutti fyrirtækið móttöku- og flokkunarstöð sína í Flugumýri 12 í Mosfellsbæ í október 2021. Í Flugumýri var lögð áhersla á að útbúa góða aðstöðu innandyra fyrir viðskiptavini að losa brotamálm sem kemur sér vel í síbreytulegu veðurfari. Í Flugumýri hefur fyrirtækið yfir að ráða löggiltri vog með 8 tonna hámarksgetu. Samhliða móttökustöð á höfuðborgarsvæðinu hefur Málma rekið járnaport á Akranesi. Í portinu er bílavog og því góð aðstaða fyrir gámabíla að losa um brotajárn. Þaðan hefur svo fyrirtækið skipað út járni með jöfnu millibili yfir árið.
Velgengni Málma er mikið að þakka reynslumiklu starfsfólki sem hefur unnið hjá fyrirtækinu frá upphafi. Starfsmannahópurinn er samheldinn og leggur metnað sinn í að veita bestu mögulegu þjónustu við viðskiptavininn.
Með auknum umsvifum hefur tækjakostur fyrirtækisins eflst mikið síðustu ár. Málma getur því boðið viðskiptavinum sínum upp á margvíslega þjónustu eins og krana- og gámaþjónustu, niðurrif og fleira.