Dagana 9-11 mars var fyrsta útskipun Málma á árinu frá Akraneshöfn. Lestað var rúmum 1.800 tonnum í skipið MV IMI. Fallegt og bjart veður var á meðan útskipuninni stóð. MV IMI siglir með farminn til Rotterdam þar sem hann fer í frekari endurvinnslu og loks í járnbræðslu.