fbpx

Gagnsæi í verðlagningu og sveigjanleg þjónusta

„Við bjóðum fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um upp á að fá snyrti­leg blá kör frá okk­ur til að safna sín­um brota­málmi í. Á heimasíðu okk­ar er svo ein­falt að panta los­un á kör­um þegar þau eru orðin full. Við kom­um og sækj­um kör­in viðskipta­vin­um að kostnaðarlausu auk þess að greiða fyr­ir málm­ana sem við fjar­lægj­um,“ seg­ir Högni Auðuns­son fram­kvæmda­stjóri Málma­end­ur­vinnsl­unn­ar.

„Það er því eng­inn kostnaður við að fá kör­in eða að vera í þess­ari þjón­ustu hjá okk­ur en viðskipta­vin­ir fá greitt fyr­ir það magn sem Málma fjar­læg­ir frá þeim. Þetta er mjög vin­sælt hjá okk­ur og ég held að við séum með um 1.200 kör í þjón­ustu í dag. Við erum með tvo kassa­bíla sem eru stöðugt úti að sækja og skipta út kör­um. Áður en við kom­um á markaðinn þurfti fólk að greiða fyr­ir svona lagað en við lát­um málm­inn bara standa und­ir sér. Við erum líka með gáma fyr­ir stærri af­greiðslur og þá er hægt að fá gáma að kostnaðarlausu fyrstu átta dag­ana og að sama skapi færðu greitt fyr­ir málm­inn sem fjar­lægður er.


Dag­arn­ir um­fram átta hafa svo kostað um 2.000 krón­ur á dag. Þetta er sömu­leiðis mjög vin­sælt hjá okk­ur enda var þetta áður fyrr mjög dýrt. Við erum alltaf að bæta í gáma­fjöld­ann til að geta aukið við þjón­ust­una okk­ar.“

Stöðugur vöxt­ur frá upp­hafi

Málma­end­ur­vinnsl­an var stofnuð árið 2019 og Högni viður­kenn­ir að það hafi fyrst og fremst verið vegna þess hversu mik­il fákeppni ríkti á þess­um markaði. „Ég hafði starfað við end­ur­vinnslu brota­málms um þó nokk­urt skeið og þekkti markaðinn því vel. Svo þekkti ég eig­end­ur í stóru end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæki í Hollandi og við ákváðum í sam­ein­ingu að stofna nýtt fyr­ir­tæki hér á landi. Við send­um allt efni til Hol­lands en þar eru full­komn­ar aðstæður til end­ur­vinnslu,“ seg­ir Högni og bæt­ir við að viðskipta­vin­ir hafi frá upp­hafi tekið fyr­ir­tæk­inu vel og kunnað að meta gagn­sæi í verðlagn­ingu og sveigj­an­lega þjón­ustu.

„Málma var þá nýtt fyr­ir­tæki á fákeppn­ismarkaði en á hon­um störfuðu ein­ung­is tvö önn­ur fyr­ir­tæki. Við brut­um þetta aðeins upp og fór­um til dæm­is að aug­lýsa verðin sem í boði voru. Það hef­ur virkað vel því það hef­ur verið stöðugur vöxt­ur hjá okk­ur frá upp­hafi. Vext­in­um hef­ur fylgt mik­il upp­bygg­ing og mikið hef­ur gerst á þess­um tíma. Það sem hef­ur verið mest krefj­andi fyr­ir Málma eru ein­mitt fylgi­fisk­ar þess­ar­ar vel­gengni því við höf­um stöðugt þurft að bæta við okk­ur nýj­um vél­um, bíl­um og mann­skap.“


Mik­il reynsla og þekk­ing

Í dag eru 13 fa­stráðnir starfs­menn starf­andi hjá Málma auk þess sem Högni tal­ar um að fyr­ir­tækið sé í sam­starfi við Vinnu­mála­stofn­un. „Þaðan fáum við fjóra starfs­menn sem eru í hálfs­dags­störf­um þannig að sam­tals erum við með 17 starfs­menn. Það er mjög mik­il þekk­ing og reynsla hjá okk­ur og við höf­um verið með sama starfs­fólkið frá upp­hafi. Flest höf­um við áður starfað við end­ur­vinnslu brota­járns þannig að við erum öllu vön. Enda er mikið talað um hversu hátt þjón­ustu­stigið er hjá okk­ur og við tök­um vel á móti fólki,“ seg­ir Högni og tal­ar um að aðstaðan í Flugu­mýri í Mos­fells­bæ, þar sem fyr­ir­tækið er, sé mjög góð.

„Ef viðskipta­vin­ir koma með málm­inn sinn sjálf­ir þá af­greiðum við þig inni. Þú keyr­ir bara hér í gegn og færð svo greitt fyr­ir málm­inn sam­dæg­urs.“