Málma er í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem teljast Framúrskarandi fyrirtæki árið 2024 hjá CreditInfo. CreditInfo velur Framúrskarandi fyrirtæki árlega en þau fyrirtæki sem komast á lista eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Til þess að teljast Framúrskarandi þarf að uppfylla ströng skilyrði á borð við ákveðna afkomu, eiginfjárhlutfall og eignir og erum við því mjög stolt af þessari viðurkenningu.