fbpx

Fjórða útskipun ársins frá Akranesi

Dagana 2. – 5. september var fjórða útskipun ársins frá Akraneshöfn. Skipað var út 3.067 tonnum af brotajárni og áli í MV Nordfjord. Á meðfylgjandi myndum má sjá hafnarkrana European Metal Recycling afferma skipið í Rotterdam.

Þegar búið er að afferma fer brotamálmurinn í ítarlegri flokkun og svo áfram í bræðslu og endurnýtingu.