fbpx

Útskipun frá Reyðarfirði og Akranesi í október 2025

Málma lagði land undir fót og kláraði sína fyrstu útskipun á Austurlandi. Skipað var út um 900 tonnum af brotajárni frá Reyðarfirði í HAV BRIM og skipinu síðan siglt áfram til Akraness þar sem lestað var um 1.600 tonnum af brotajárni í viðbót. Skipið sigldi því næst til Rotterdam þar sem farmurinn var aflestaður og fór í frekari endurvinnslu.