Starfsfólk Málmaendurvinnslunnar fór í vinnuferð til Rotterdam og heimsótti þar Krommenhoek Metals, systurfyrirtæki í Hollandi. Málmaendurvinnslan sendir til þeirra alla góðmálma sem fyrirtækið kaupir á Íslandi en hjá þeim fer fram frekari flokkun og endurvinnsla á efninu.
Starfsmenn fengu kynningu á starfseminni og skoðuðu vinnsluna en Krommenhoek Metals sérhæfir sig meðal annars í endurvinnslu á hvarfakútum og tölvuhlutum og býður viðskiptavinum sínum upp á fullkomna móttökustöð fyrir málma.
Við þökkum Krommenhoek Metals fyrir frábærar móttökur.