Kopar er verðmætur brotamálmur. Kopar er rauðleitur og með mikla raf- og varmaleiðni. Kopar er að finna meðal annars í koparvírum í raflögnum, koparrörum í pípulögnum, rafmagnsmótorum, störturum og alternatorum, spennum og fleira. Auðvelt er að endurvinna kopar vegna þess að bræðslumarkið er lágt eða 1.083 °C.