Brons er kopar blandaður með tini. Hægt er að finna brons í gömlum bronsstyttum, kirkjuklukkum og skipsskrúfum.
Áður fyrr var brons oft notað í áhöld og skreytingar. Brons veðrast eða oxast eftir nokkurn tíma og verður grænt á lit. Það gerir það að verkum að stundum er nokkuð erfitt að greina það frá brassi. Ef þú ert í vafa skaltu nota slípirokk til að fjarlægja oxunarlagið. Brons er oft rauðbrúnt að lit en brass gult að lit.