Það er auðvelt að endurvinna blý vegna þess að bræðslumarkið er lágt eða 327 °C. Blý er mjög eðlisþungt og auðvelt er að móta það auk þess sem það er góður leiðari. Blý er oft notað í rafgeyma, kjölfestu á bátum og skipum, glerframleiðslu, blýþynnur á þökum og í geislavörnum.