Járn er algengasti málmurinn og er yfir 95% af framleiðslu allra málma í heiminum. Járn skiptist gjarnan í smíðajárn og steypujárn. Smíðajárn er mýkra og hægt er að hamra það og teygja. Steypujárn inniheldur meira af kolefni og ef það er teygt eða hamrað þá springur það. Járn er mikið notað í framleiðslu á skipum, byggingum og bílum. Brotajárni er gjarnan safnað í hauga og því svo skipað út í járnbræðslu í stórum förmum.