Rafmótorar eru notaðir til að knýja tæki eða vélar og finnast oft í heimilistækjum, t.d. ryksugum og þvottavélum. Rafmótorar eru einnig mikið notaðir í ýmsum iðnaði til að meðal annars knýja áfram dælur, loftþjöppur, krana, viftur, loftræstikerfi og fleira. Í rafmótorum geta verið margar tegundir af góðmálmum og í endurvinnslu eru þeir teknir í sundur og málmurinn flokkaður.