Ryðfrítt stál er málmblendi sem samanstendur aðallega af járni, nikkel, kolefni og krómi. Ryðfrítt stál er ryðþolið efni og því oft notað þar sem vatn er til staðar. Það eru til ýmsar gerðir af ryðfríu stáli en þær algengustu eru ryðfrítt stál 304 og ryðfrítt stál 316. Ryðfrítt brotastál er notað í ýmsum iðnaði eins og skipasmíðum, matvælaiðnaði og fiskeldi. Ryðfrítt stál er einnig að finna í iðnaðartönkum, lögnum, eldhúsplötum og fleiru.