Umhverfismál

Sífellt meiri áhersla er lögð á umhverfismál og sjálfbærni í rekstri fyrirtækja. Málmaendurvinnslan er þar engin undantekning. Verið er að vinna í uppsetningu á gæðakerfi í samræmi við kröfur ISO 9001 gæðastjórnunarstaðalinn og síðar verður farið í uppsetningu á gæðakerfi í samræmi við kröfur ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðalinn. Stefnt er að því að starfsemi Málma verði orðin gæðavottuð í lok árs 2023.

Umhverfismarkmið:

Málma hefur sett sér umhverfismarkmið sem markvisst er unnið í átt að í daglegum rekstri:

• Pappírslaus viðskipti
• Kolefnisjöfnun á losun
• Halda starfsaðstöðu snyrtilegri
• Flokkun og endurvinnsla á öllu sem fellur til í daglegum rekstri
• Innkaup á rekstrarvörum; lágmarka innkaup og kaupa endurunnið eins og kostur er

GRÆNT BÓKHALD

Málma skilar inn magntölum á brotamálmum fyrir viðskiptavini sína sem eru með grænt bókhald hjá Klöppum – grænar lausnir. Mikilvægt er að viðskiptavinir láti vita svo hægt sé að skrá viðkomandi í skil í kerfum Málma.

Skýrslu um grænt bókhald ársins 2023 má nálgast hér.

 

STAÐFESTING Á REKJANLEIKA

Allir brotamálmar sem Málma tekur á móti fara í endurvinnslu í Hollandi. Rekjanleiki á bæði góðmálmum og brotajárni er því algjör. Viðskiptavinir sem þurfa að uppfylla gæðastaðla geta fengið staðfestingu frá Málma á rekjanleika, eða svokallað „down-stream statement“.