Spennubreytar – Converters

Í spennubreytum eru koparvafningar og svipa þeir til rafmagnsmótora í endurvinnslu. Spennubreytar eru notaðir til að jafna út rafstraum í tækjum sem vinna á misjafnri spennu. Spennubreyta er að finna í stórum sem smáum raftækjum og einnig í rafstöðvum.

Tungsten

Tungsten er fágætur góðmálmur með einstaka eiginleika. Tungsten er mjög eðlisþungur málmur og hefur mikinn styrk- og þéttleika. Bræðslumark Tungsten er 3.422 °C. Tungsten er notað í ýmsar málmblöndur sem er að finna í meðal annars glóperum, röntgentækjum, rafsuðutækjum og geislavörnum.

Sink – Zinc

Sink er meðal annars að finna í gömlum sinkþynnum af þökum og í holræsum. Algengt er að blanda sinki með kopar og úr verður brass eða messing sem mikið er notað í hreinlætistæki. Sink er einnig mikið notað til að koma í veg fyrir tæringu á skipum. Mjög auðvelt er að endurvinna sink þar sem […]