Spennubreytar

Í spennubreytum eru koparvafningar og svipa þeir til rafmagnsmótora í endurvinnslu. Spennubreytar eru notaðir til að jafna út rafstraum í tækjum sem vinna á misjafnri spennu. Spennubreyta er að finna í stórum sem smáum raftækjum og einnig í rafstöðvum.

Tungsten

Tungsten er fágætur góðmálmur með einstaka eiginleika. Tungsten er mjög eðlisþungur málmur og hefur mikinn styrk- og þéttleika. Bræðslumark Tungsten er 3.422 °C. Tungsten er notað í ýmsar málmblöndur sem er að finna í meðal annars glóperum, röntgentækjum, rafsuðutækjum og geislavörnum.

Sink

Sink er meðal annars að finna í gömlum sinkþynnum af þökum og í holræsum. Algengt er að blanda sinki með kopar og úr verður brass eða messing sem mikið er notað í hreinlætistæki. Sink er einnig mikið notað til að koma í veg fyrir tæringu á skipum. Mjög auðvelt er að endurvinna sink þar sem […]

Offsetprentplötur úr áli

Offsetprentplata úr áli er notuð í offsetprentun. Ljós eða leysigeisli lýsir í gegnum plötuna sem gerir það að verkum að blek er borið á pappírinn undir plötunni. Þessi prentaðferð er notuð í um 1/3 af allri prentun í heiminum. Ál offset hefur takmarkaðan endingartíma. Skipta þarf um offsetprentplötur með reglulegu millibili. Auðvelt er að endurvinna […]

Rafmótorar

Rafmótorar eru notaðir til að knýja tæki eða vélar og finnast oft í heimilistækjum, t.d. ryksugum og þvottavélum. Rafmótorar eru einnig mikið notaðir í ýmsum iðnaði til að meðal annars knýja áfram dælur, loftþjöppur, krana, viftur, loftræstikerfi og fleira. Í rafmótorum geta verið margar tegundir af góðmálmum og í endurvinnslu eru þeir teknir í sundur […]

Blý

Það er auðvelt að endurvinna blý vegna þess að bræðslumarkið er lágt eða 327 °C. Blý er mjög eðlisþungt og auðvelt er að móta það auk þess sem það er góður leiðari. Blý er oft notað í rafgeyma, kjölfestu á bátum og skipum, glerframleiðslu, blýþynnur á þökum og í geislavörnum.

Brons

Brons er kopar blandaður með tini. Hægt er að finna brons í gömlum bronsstyttum, kirkjuklukkum og skipsskrúfum.Áður fyrr var brons oft notað í áhöld og skreytingar. Brons veðrast eða oxast eftir nokkurn tíma og verður grænt á lit. Það gerir það að verkum að stundum er nokkuð erfitt að greina það frá brassi. Ef þú […]

Ál

Ál er mjúkur, léttur og endingargóður góðmálmur. Ál er unnið úr súráli með álbræðslu og er mikið notað í margvísleg flutningatæki eins og flugvélar. Ál er mikið notað í dósa framleiðslu en einnig í rafmagnskapla. Ál má endurvinna aftur og aftur án þess að það tapi eiginleikum sínum og er ál oft kallaður grænn málmur […]

Ryðfrítt stál

Ryðfrítt stál er málmblendi sem samanstendur aðallega af járni, nikkel, kolefni og krómi. Ryðfrítt stál er ryðþolið efni og því oft notað þar sem vatn er til staðar. Það eru til ýmsar gerðir af ryðfríu stáli en þær algengustu eru ryðfrítt stál 304 og ryðfrítt stál 316. Ryðfrítt brotastál er notað í ýmsum iðnaði eins […]