Kaplar

Kaplar geta verið margskonar að stærð og innihaldi. Algengustu málmar í köplum eru kopar og ál. Oft eru mikil verðmæti í köplum og því borgar sig að endurvinna þá eins og kostur er. Í endurvinnslu er plastkápa tekin utan af köplunum og málmurinn fjarlægður.

Brass / messing

Brass eða messing er oft nefnt gulur kopar. Brass er kopar blandaður með sinki og er mjög algengur málmur í hreinlætistækjum. Hreinlætistæki eru oft húðuð með krómi eða tini til að koma í veg fyrir tæringu og gefa tækjunum fallegt útlit.

Kopar / eir

Kopar er verðmætur brotamálmur. Kopar er rauðleitur og með mikla raf- og varmaleiðni. Kopar er að finna meðal annars í koparvírum í raflögnum, koparrörum í pípulögnum, rafmagnsmótorum, störturum og alternatorum, spennum og fleira. Auðvelt er að endurvinna kopar vegna þess að bræðslumarkið er lágt eða 1.083 °C.

Brotajárn

Járn er algengasti málmurinn og er yfir 95% af framleiðslu allra málma í heiminum. Járn skiptist gjarnan í smíðajárn og steypujárn. Smíðajárn er mýkra og hægt er að hamra það og teygja. Steypujárn inniheldur meira af kolefni og ef það er teygt eða hamrað þá springur það. Járn er mikið notað í framleiðslu á skipum, […]

Millberry kopar / Eir

Millberry kopar er kopar sem ekki er óhreinn eða hefur veðrast eins og venjulegur kopar. Millberry kopar er 99% hreinn kopar og er algengur í rafmagnsköplum (High grade kapplar) í verksmiðjum og til að tengja stórar vinnuvélar og krana.