Landbúnaðarsýningin
Landbúnaðarsýningin var haldin í Laugardalshöll þann 14. – 16. október síðastliðinn og var sýningin gríðarlega vel sótt. Sýnendum var gefinn kostur á því að sýna og kynna sér nýjustu tæki og tól og var Málmaendurvinnsla að sjálfsögðu með bás á sýningunni.
Við verðum á Sjávarútvegur 2022 / Fishing expo
Sýningin Sjávarútvegur 2022 verður haldin í Laugardalshöll 21.-23. september 2022.Við verðum með bás á sýningunni og við hlökkum til að sjá ykkur í Laugardalnum! Um sýninguna (texti frá icelandfishexpo.is):“Undanfarin ár hefur íslenskur sjávarútvegur verið í stöðugri uppsveiflu. Það má með sanni tala um tæknibyltingu í útgerð og vinnslu fiskafurða sem hefur fleytt íslenskum sjávarútvegi í […]
Skortur á brotajárni í Evrópu og verðið hækkar
Verð á brotajárni hefur aldrei verið eins hátt og það er núna. Við fylgjumst vel með heimsmarkaðsverði og viljum bregðast við og höfum því hækkað verðið hjá okkur um 150% . Kílóverðið er 20 krónur og því heilmikil verðmæti í brotajárni og ónýtum heimilistækjum eins og þvottavélum, þurrkurum og eldavélum. Þessi hækkun á heimsmarkaðsverði kom […]
Umhverfisvernd borgar sig
Hjá Málmaendurvinnslunni geta einstaklingar og fyrirtæki losað sig við málmúrgang og fengið greitt fyrir verðmætin sem í honum liggja. Þannig er hægt að stuðla að sjálfbærni og fá borgað fyrir það. Málmaendurvinnslan hóf starfsemi fyrir aðeins fjórum mánuðum, en fyrirtækið kaupir brotajárn og brotamálma, flokkar málminn og kemur honum svo í endurvinnslu í Hollandi. Fyrirtækið […]
Málma flytur í mosfellsbæ
Málmaendurvinnslan hefur flutt starfsemi sína í Flugumýri 12 í Mosfellsbæ. Fyrirtækið opnaði nýjar höfuðstöðvar sínar með pompi og prakt föstudaginn 1. október. Málma stendur fyrir þjónustu á sviði brotamálms. Fyrirtækið sérhæfir sig í kaupum og sölu á góðmálmum og brotajárni.