Gagnsæi í verðlagningu og sveigjanleg þjónusta

„Við bjóðum fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um upp á að fá snyrti­leg blá kör frá okk­ur til að safna sín­um brota­málmi í. Á heimasíðu okk­ar er svo ein­falt að panta los­un á kör­um þegar þau eru orðin full. Við kom­um og sækj­um kör­in viðskipta­vin­um að kostnaðarlausu auk þess að greiða fyr­ir málm­ana sem við fjar­lægj­um,“ seg­ir Högni […]

Dagana 12-14 júlí var önnur útskipun ársins frá Akraneshöfn.

Dagana 12-14 júlí var önnur útskipun ársins frá Akraneshöfn.

Dagana 12-14 júlí var önnur útskipun ársins frá Akraneshöfn. Skipað var út rúmum 2 þúsund tonnum af brotajárni í flutningaskipið MV Jomi. Skipið siglir til Rotterdam í Hollandi þar sem það verður tæmt og efninu komið áfram í frekari endurvinnslu. Góð stemmning var í starfsmannahópnum meðan á þessari vinnu stóð og gekk útskipunin vel.

Fyrsta útskipun ársins frá Akranesi

Málma skipaði út brotajárni frá Akranesi í köldu en fallegu veðri dagana 24-27 mars. Skipað var út um 2000 tonnum af brotajárni í MV Nordfjord. Skipið sigldi með farminn til Antwerpen í Belgíu þar sem hann er meðhöndlaður og sendur áfram í járnbræðslu.

Landbúnaðarsýningin

Landbúnaðarsýningin var haldin í Laugardalshöll þann 14. – 16. október síðastliðinn og var sýningin gríðarlega vel sótt. Sýnendum var gefinn kostur á því að sýna og kynna sér nýjustu tæki og tól og var Málmaendurvinnsla að sjálfsögðu með bás á sýningunni.

Við verðum á Sjávarútvegur 2022 / Fishing expo

Sýningin Sjávarútvegur 2022 verður haldin í Laugardalshöll 21.-23. september 2022.Við verðum með bás á sýningunni og við hlökkum til að sjá ykkur í Laugardalnum! Um sýninguna (texti frá icelandfishexpo.is):“Undanfarin ár hefur íslenskur sjávarútvegur verið í stöðugri uppsveiflu. Það má með sanni tala um tæknibyltingu í útgerð og vinnslu fiskafurða sem hefur fleytt íslenskum sjávarútvegi í […]

Skortur á brotajárni í Evrópu og verðið hækkar

Verð á brotajárni hefur aldrei verið eins hátt og það er núna. Við fylgjumst vel með heimsmarkaðsverði og viljum bregðast við og höfum því hækkað verðið hjá okkur um 150% . Kílóverðið er 20 krónur og því heilmikil verðmæti í brotajárni og ónýtum heimilistækjum eins og þvottavélum, þurrkurum og eldavélum. Þessi hækkun á heimsmarkaðsverði kom […]

Umhverfisvernd borgar sig

Hjá Málmaendurvinnslunni geta einstaklingar og fyrirtæki losað sig við málmúrgang og fengið greitt fyrir verðmætin sem í honum liggja. Þannig er hægt að stuðla að sjálfbærni og fá borgað fyrir það. Málmaendurvinnslan hóf starfsemi fyrir aðeins fjórum mánuðum, en fyrirtækið kaupir brotajárn og brotamálma, flokkar málminn og kemur honum svo í endurvinnslu í Hollandi. Fyrirtækið […]