Fjórða útskipun ársins frá Akranesi
Dagana 2. – 5. september var fjórða útskipun ársins frá Akraneshöfn. Skipað var út 3.067 tonnum af brotajárni og áli í MV Nordfjord. Á meðfylgjandi myndum má sjá hafnarkrana European Metal Recycling afferma skipið í Rotterdam.
Þegar búið er að afferma fer brotamálmurinn í ítarlegri flokkun og svo áfram í bræðslu og endurnýtingu.
Málma er Framúrskarandi fyrirtæki 2024
Málma er í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem teljast Framúrskarandi fyrirtæki árið 2024 hjá CreditInfo. CreditInfo velur Framúrskarandi fyrirtæki árlega en þau fyrirtæki sem komast á lista eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Til þess að teljast Framúrskarandi þarf að uppfylla ströng skilyrði á borð við ákveðna afkomu, eiginfjárhlutfall og eignir og erum við því mjög stolt af þessari viðurkenningu.
IFAT sýning í Munchen dagana 12. – 15. maí
Þrír starfsmenn Málma sóttu stærstu endurvinnslusýningu heims, IFAT í Munchen Þýskalandi. Þar voru þeir ásamt kollegum sínum frá Krommenhoek Metals. Sýningin er haldin á tveggja ára fresti en þar eru nýjungar kynntar í umhverfismálum og endurvinnslu ásamt því að virkja tengslanetið innan geirans bæði á Íslandi og erlendis. Sýningin var mjög vel heppnuð og margt áhugavert var að sjá
Niðurrif í Húsasmiðjunni á Selfossi
Helgina 25. – 26. maí voru starfsmenn Málma í vinnu við niðurrif á lagersvæði og húsnæði sem áður hýsti Húsasmiðjuna á Selfossi
Gagnsæi í verðlagningu og sveigjanleg þjónusta
„Við bjóðum fyrirtækjum og einstaklingum upp á að fá snyrtileg blá kör frá okkur til að safna sínum brotamálmi í. Á heimasíðu okkar er svo einfalt að panta losun á körum þegar þau eru orðin full. Við komum og sækjum körin viðskiptavinum að kostnaðarlausu auk þess að greiða fyrir málmana sem við fjarlægjum,“ segir Högni […]
Fyrsta útskipun ársins 2024
Dagana 9-11 mars var fyrsta útskipun Málma á árinu frá Akraneshöfn.
Málma er fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri
Málma hefur verið valið Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2023 samkvæmt úttekt Keldunnar og Viðskiptablaðsins
Starfsmannaferð til Hollands dagana 4-7 ágúst
Starfsfólk Málmaendurvinnslunnar fór í vinnuferð til Rotterdam og heimsótti þar Krommenhoek Metals, samstarfsfyrirtæki og meðeigendur í Hollandi.
Dagana 12-14 júlí var önnur útskipun ársins frá Akraneshöfn.
Dagana 12-14 júlí var önnur útskipun ársins frá Akraneshöfn. Skipað var út rúmum 2 þúsund tonnum af brotajárni í flutningaskipið MV Jomi. Skipið siglir til Rotterdam í Hollandi þar sem það verður tæmt og efninu komið áfram í frekari endurvinnslu. Góð stemmning var í starfsmannahópnum meðan á þessari vinnu stóð og gekk útskipunin vel.
Fyrsta útskipun ársins frá Akranesi
Málma skipaði út brotajárni frá Akranesi í köldu en fallegu veðri dagana 24-27 mars. Skipað var út um 2000 tonnum af brotajárni í MV Nordfjord. Skipið sigldi með farminn til Antwerpen í Belgíu þar sem hann er meðhöndlaður og sendur áfram í járnbræðslu.